Wednesday, April 23, 2008

Styttist í heimferð



Hér eru haustlitirnir komnir á trjágróðurinn og sjórinn orðin úfinn enda veturinn í aðsigi, sem er svosem engin helvítis vetur einsog við þekkjum. Annars erum við búin að vera mjög heppin með veður. Kunnugir segja að þetta sé búið að vera besta sumar hér í langan tíma.
Ég er orðin sæmilegur í að keyra vinstramegin á veginum og keyra réttsælis í gegnum hringtorg, frekar skrýtið en venst.
Við förum nú bráðlega að fikra okkur í norður. Við leggjum af stað á þriðjudaginn kemur og verðum kominn heim á fimmtudaginn ef allt gengur vel. þetta er tuttuguþúsund kílómetra ferðalag. Við gistum eina nótt í London.
þetta er nú búið að vera prýðilegt frí. Verst að maður skuli ekki geta lagt þetta fyrir sig, sem sérgrein.
Er einhver búinn að fara norður að athuga hvernig húsin koma undan vetri og ganga rekan?


Raggi og Pétur. Ég er búinn að kaupa tvo riffla fyrir ykkur. Báðir 303 British, Lee Enfield. Við græjum innflutningsleyfi þegar ég kem heim og svo föxum við þau á kallana. Rifflarnir ættu að vera komnir heim í júní. Þá fer nú að hvína í fjöllunum fyrir norðan trúi ég.

Sólveig, segðu pabba þínum að það sé ekki hægt að finna varahlut í riffilinn hans hér, en ég ætla að reyna að finna gorm og svo smíðum við restina.
 
Biðjum kærlega að heilsa öllum.

Ps. Lambakjötið er jafn gott hér og heima.

Monday, April 14, 2008

42°suðlæg


Tvær vikur þangað til við komum heim. Ég ætla rétt að vona að veðrið verði orðið sæmilegt þegar þar að kemur, nenni ekki að verða kalt á eyrunum fyrr en næsta haust. Hér rigndi loksins á dögunum, aðallega á Norður eyju og er bændum þar létt, þar var allt að fara til fjandans í þurrkum.
Við Samúel fórum í fjögra daga veiðiferð með Fred kunningja mínum og guttanum hans upp í hálendið hérna á jörð sem heitir Clarence reserve og er hátt í þúsund ferkílómetrar, mest allt fjöll og firnindi, ár og dalir. Það er hægt að komast víða um jörðina á jeppa eða mótorhjóli eftir smalavegum. Var frábær ferð. Fengum nokkur villisvín, nokkrar geitur, nokkra héra, margar kanínur, hælsæri, rispur og skrámur eftir þyrni og rósarunna. Samúel er þessa stundina út í garði að grafa holu sem hann ætlar að nota sem gildru fyrir broddgelti, sem fara á stjá á nóttinni. Verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Ég vona að afmælisveislan hafi heppnast vel hjá þér Bryndís. Var fjölmennt? Þú verður að standa við þetta með brauðtertuna og kavíarinn.
En þá að hákarlinum
Er búið að taka hann niður? Er hann réttur? Þegar ég kem heim ætla ég að skera mér tommu þykkt stykki, setjast út undir vegg og borða hvern bitann á fætur öðrum og sjá svo til hvort ég fæ mér meira.
Við förum núna á Fimmtudaginn til Christchurch í heimsókn til systir hennar Trish og verðum þar yfir helgina, verður gaman að vita hvort það er öðruvísi að liggja í leti þar en hér.
Ferðamönnum er farið að fækka hérna, enda komið haust. Það fer alveg gífurlegt magn af ferðamönnum hér í gegn á ári, hátt í milljón held ég. Það eru gerðir út margir hvala og höfrungaskoðunarbátar og hin og þessi tildragelsi til þess að fullnægja ævintýraþrá fólks frá iðnaðarborgunum í Bretlandi og annarsstaðar úr heiminum.
Í Kaikoura eru íbúar bara 5000 þúsund, þannig að það er nóg að gera hér á sumrin.
Það held ég nú.
Biðjum að heilsa öllum, en þó sérstaklega Bryndísi.
Og Helga sem átti afmæli um daginn.
Og Emilía og Gummi takk fyrir bréfið og myndina

Sunday, April 13, 2008

Bryndís afmæli

Til hamingju með afmælið elsku kellingin.
Þrjátíu ár maður, vá.
þú verður að frysta fyrir mig nokkrar kökur.
Er ekki búinn að vera heima, skrifa smá skýrslu á morgun
kærar kveðjur.

Sunday, April 6, 2008

Hafrún á afmæli

Til hamingju með afmælið, vonandi áttu skemmtilegan dag.
Sólberg mallar eitthvað fyrir þig.
Segðu Gumma að ég hlakka til að sjá byssuna hans, 
sem er með með svona eðlilegum hljóðum 
Hjá okkur er allt fínt
Skilaðu heilsunni í bæinn.
Biðjum að heilsa öllum

Friday, April 4, 2008

Mannfræðirannsóknir


Mike, Hann hefur ekkert breyst, tengdó og systir hennar Shona.


Samúel og hluti af krakka slegtinu
 

Pete í vinnunni.


Íslendingar og Nýsjálendingar eru í mörgu ólíkar þjóðir.
Fólk hér er t.d ekki haldið þeirri neyslugleði sem við erum sérfræðingar í, og er ekki að stressa sig yfir því að vera ekki á flottum jeppa, eða ganga í merkjavöru. Og þar sem að neyslan er ekki eins mikil, þá vinnur fólk ekki eins mikið. Og það er þar sem að bregður útaf, fólki bara líður betur og er ekki eins stressað.
Það er mjög stutt í húmorinn hjá fólki hér, sem er frekar kaldhæðinn og oft á kostnað þess sem talar.
Það er einn eiginleiki sem margir íslendingar gætu lært af fólki hér, það er kurteisi við náungan. Fólk er mjög afslappað og þægilegt í samskiptum, og er ekki að spara brosið.
Þessi einkenni á þjóðinni mæta manni strax á flugvellinum í vegabréfskoðun.
Menn hér sem kunna ekki kurteisi, eru ýmist stimplaðir idjótar ellegar klára-idjótar.
þetta kemur mér alltaf jafn þægilega á óvart þegar ég kem hér í heimsókn.
En þá að tengdamömmu.
Hún er sjötíu og átta ára, ól upp ellefu börn, er umkringd barnabörnum sem hún sækir í skólann og passar, stoppar aldrei allan daginn, eldar stórsteikur (sem er fínt), hugsar aldrei um sjálfan sig, en hefur alltaf áhyggjur af öðrum, einsog hinum og þessum eldri borgurum sem eru orðnir svo gamlir greyin, en eru samt yngri en hún . Hún vinnur tvo til þrjá daga í viku í sjálfboðaliðavinnu fyrir sveitarfélagið. Ég held að hún hafi gleymt að eldast.

Guðbjörg þú varst að rukka mig um myndir af fólki, hér eru myndir af fólki sem þú þekkir.
Reyni að ná fleiri myndum af heimilisfólki, sem þú getur skoðað þegar við komum heim
 

Sævar, ég er búinn að tala við kallana. Þeir eru tilbúnir að sjá um flutning á þessum byssum fyrir Ragga, ég þarf bara að skoða og sjá hvort að þeir eiga eitthvað af viti. Ég geri það studdu áður en við komum heim.
Við höfum það öll gott
Biðjum kærlega að heilsa öllum

Friday, March 28, 2008

Villisvín


Fred og Samúel að skoða göltinn

Það var rétt farið að birta. Við Sammi stóðum fyrir utan heimkeyrsluna og biðum eftir Fred, sem ætlaði sækja okkur klukkan sjö. Ferðinni var heitið upp með á sem heitir Kowhai og er hér í nágreninu. Fred hafði séð ummerki eftir villisvín þar nokkrum dögum áður og taldi að þar væru nokkur svín merkt okkur. Með í för var hundurinn Jarred og tveir vinir hans, en þeir eru allir þjálfaðir í að finna villisvín Við fórum árfarveginn á bílnum eins langt og við komumst. Síðan löbbuðum við tvo til þrjá kílómetra upp með ánni sem hlykkjaðist niður nokkuð breiðan farveg. Við þurftum nú samt að vaða hana nokkrum sinnum þar sem hún rennur alveg með klettum annað veifið. Við klöngruðumst upp úr ánni til hægri upp fjallsöxl. það var talsvert bratt og þykkur trjágróður gerði ferðina upp erfiða. Við fórum fljótlega að sjá ummerki eftir svín, skít og brautir í gegnum skógin. Þegar við vorum komnir í á að giska 300 metra hæð vöru hundarnir farnir að sniffa, hlaupa fram og til baka upp og niður hlíðina í gegnum skóginn sem var heldur farin að vera gisna eftir því sem ofar dró. Við biðum átekta í nokkrar mínútur. Skyndilega fóru hundarnir að gjamma inn í dalverpi sem var á vinstri hönd á leiðinni upp. Það var alveg öruggt að þeir voru komnir með viðskiptavin og voru að láta vita. Síðan þögnuðu þeir aftur, og í því sáum við svart villisvín smella sér í gegnum lítið rjóður rétt fyrir neðan okkur og hundarnir einsog andskotinn á eftir. Við létum okkur vaða á eftir þessari hersingu og komum fljótlega að þar sem svínið stóð með gjammandi hund á hvora hlið og var sennilega að hugsa hvað vær best að gera í stöðunni. vel miðað skot á milli augnanna batt snöggan endi á hugsanir þessa svíns sem var sjötíu kílóa göltur. hann hefði átt að hugsa minna en hlaupa meira. Ég brá þegar leatherman hnífnum og sagaði úr honum neðri kjálkann sem hafði að geima sæmilegar vígtennur. Við skildum göltinn eftir enda er ekki gott kjöt af svona stórum göltum, hálfgert hrútabragð af þeim. Þetta er bara vargeyðing einsog minkaveiðar. Það var meira af svínum þarna á svæðinu en þau létu sig hverfa, við náðum þó einu litlu til viðbótar.
Við fórum niður á öðrum stað þar var skógurinn miklu þykkari og við þurftum að skríða þar sem mest var af vafningsjurtum og öðru álíka.
Mér varð hugsað til þess þegar afi vildi brenna skóginn í Hafnardal til þess að sjá rjúpurnar betur. Hér er bannað að kveikja elda þessa dagana vegna þurrka og er allur gróður eldfimur, þannig að hann hefði séð sér leik á borði að grisja aðeins.
Ég læt hér fylgja myndir úr ferðinni til gamans.
Biðjum kærlega að heilsa öllum.
ps. Sævar, er Raggi að hugsa um tvo riffla, 30.cal. og 222. cal.? hvað mega þeir kosta? og mega þeir vera lee enfield 303. british einsog þinn?
láttu mig vita.


Samúel Sigri hrósandi með villigölt og Lee Enfield riffilinn


Horft niður Kowhai ánna

Thursday, March 27, 2008

Afmæliskveðjur

Jæja, þá erum við að verða hálfnuð með veru okkar hér á suður hveli að þessu sinni. Var að virða fyrir mér stjörnuhimininn í gærkvöldi, hann er auðvitað talsvert frábrugðinn norðurhimninum. Maður sér þó samt nokkrar kunnuglegar stjörnur hér eins og t.d. Orion stjörnumerkið, hann er reyndar á hvolfi kall greyið. Magellan skýin voru skær og suðurkrossinn á sínum stað. Merkilegt hvað það er alltaf gaman að skoða stjörnurnar.
Það er ennþá hlýtt í veðri þó að það sé snemma hausts. Mjög þægilegur hiti, tuttugu-þrjátíu stig sem er alveg mátulegt fyrir sandala og ermalausan bol.
Sævar, ég get athugað með byssu fyrir Ragga. Það er búð hér sem sendir byssur úr landi, ég spyr þá hvort þetta sé mikið mál. Láttu mig vita hvað hann er að hugsa

Bara stutt að þessu sinni, rétt til þess að skila heilsunni í bæinn.
Biðjum að heilsa öllum, sérstaklega Sólberg og Sólveigu Ástu, en þau eiga bæði afmæli, til hamingju með afmælið