Friday, March 21, 2008

Fréttir frá kaikoura

Hjá okkur er allt gott, veðrið er frábært þessa dagana.
Frábærar myndir af veiðiferðinni hjá ykkur á Sifinni. Þeim líst vel á þessar veiðiaðferðir hér köllunum. Gæti best trúað að Ragga og Eyþóri hafi þótt gaman að komast í svona. Náðir þú að setja nýtt sink á drifið?
Ég fór í göngutúr í morgun en sá ekki neitt sem vert var að eiða skoti á.
Samúel er í góðum málum með loftriffilinn sem hann keypti sér, búinn að eiða held ég þrjúþúsund skotum, þess á milli er hann að sulla í lauginni hér í garðinum. Það er sægur af frændum og frænkum sem hann getur leikið sér við hérna, þannig að honum leiðist ekki.
Trish var í heimsókn hjá systir sinni sem býr í Christchurch, í nokkra daga og kom heim í gær.
Sjálfur ligg ég að mestu, í leti, fyrir utan að fara í göngutúra hér í fjöllunum í kring annað veifið.
Keypti mér gamlan lee enfield riffil um daginn til að nota meðan ég er hér syðra. Hann er 1944 módelið, topp eintak.
Eru ennþá umhleypingar í veðrinu heima eða er farið að vora svo einhverju nemi?
Ég vona að umsjónarmaður fasteigna (Sólberg) hafi ekki þurft að fara mikið uppá þak hjá okkur að sópa snjó.
Hér kvarta bændur mikið yfir þurrkum sem eru búnir að standa síðan í nóvember, sérstaklega á norðureyju.
Páskaumferðin er byrjuð á vegunum hérna allir komnir af stað með hjólhýsin, bátana og húsbílana, engir tjaldvagnar en alveg haugur af bátum. Þannig er það hér, menn ferðast landshorna á milli með sjö-átta metra báta aftan í bílnum til þess að nota í fríinu.
Í gær vorum við skógarhöggi hér út í garði. Þar var fimmtán metra hátt tré sem var farið að skyggja á sólina. Eftir að hafa fækkað greinum á réttum stöðum var það sagað niður og lenti á réttum stað í garðinum, en ekki á húsunum í kring sem hefði verið lakara. Síðan var það hakkað niður í eldvið. Það var það mikill eldviður úr því að ég hugsa að afi hefði náð að hálffylla fjósið heima.

Biðjum að heilsa ollum heima, sérstaklega, Einari, Inda, Emilíu og Gumma.

10 comments:

Anonymous said...

jæja gaman að fá fréttir af ykkur:) Sólberg hefur ekki þurft að gera mikið af því að sópa snjó en hefur farið nokkrar ferðir með handklæði að þurrka upp;) annars var allt í góðu standi þegar við yfirgáfum Grundarfjörð, erum komin vestur í Bolungarvík núna. Hér er allt á kafi í snjó og allir eru á skíðum og eru Gummi og Emilía að fara í fyrstu skíðatímana sína á eftir:) svo það er stuð:) Emilía er nú alveg viss um að ykkur hljóti nú að fara að leiðast þarna í útlöndum og fara að drífa ykkur heim skilur ekkert í þessu flandri;)Hún og Rökkvi eru nefnilega orðnir vinir núna, hann sleikti á henni tærnar um daginn og upp frá því eru þau bestu vinir;)
jæja þetta er komið gott;) haldið áfram að njóta lífsins. kveðja Hafrún

Anonymous said...

það er yndislegt veður hér í Grundarfirði í dag, logn og sól. og er það búið að vera gott síðustu daga. Held bara að vorið sé að koma;) vonum það alla vega. ég og börnin vorum að koma frá Bersekseyri, og kíktum í fjárhúsin hjá Hreini, var verið að taka af kindunum þar. og fannst strákunum voða gaman;) Einar minnist á það reglulega að hann vilji heimsækja Bigga, er ekki alveg að fatta hvað þið ætlið að vera lengi í útlöndum;) en biðjum að heilsa ykkur
kv. Bryndís, Einar, Indi og Veiga

Anonymous said...

ég var að segja Einari að þú bæðir að heilsa og hann vildi segja á móti, að hann biður að heilsa þér;)og hann segir að Indi biður líka að heilsa;)

Anonymous said...

Gleðilega páska.Ég sagaði sinkið sundur gat sett það á með því að setja afdráttarkló og gera nógu stórt bil til að koma því fyrir.Raggi spyr hvort það sé ekki ervitt að flitja eða senda byssur frá Nýja Sjálandi, hann bað mig að spyrja þig að því.Það er búið að vera mjög stillt veður í hálfan mánuð ekki hlítt en gott veður.Það getur verðið að eg fari að róa á Sifinni ef það dregst að gera við Þorvarð ég ætra að setja Sifina á flot á morgun eð hinn.Jæja læt þetta nægja í bili kveðja Sævar og co

Biggi & Trish said...

Segðu Ragga að ég sé ekki búinn að athuga með fluttning á byssum þar sem ég ætla ekki að taka þessa sem ég keyti um dagin með mér heim.
en ég get athugað það. það er byssubúð hérna sem er að senda byssur úr landi. þannig að ef að hann er að leita að einhverri sérstakri byssu þá get skoðað í búðinni og fengið þá til að sjá um að senda byssuna heim.
Kveðja Biggi

Anonymous said...

Basra að kvitta fyrir mig frábært að fylgjast með ykkur.. Gleðilega páska
Kveðja Gugga.

Anonymous said...

hæhæ og gleðilega páskarest.
Komum heim frá london í gærkvöldi eftir vel heppnaða ferð þetta var rosalega gaman .hjá okkur er allt gott að frétta allt í góðum gír .hafið það sem best í sólinni..

Kv.Unnur Pa´lína

Anonymous said...

hæhæ og gleðilega páska :) var bara að koma norðan af ströndum þar sem maður eyddi páskunum í dýrindis veðri flesta dagana, á föstudeginum langa var farin heljarinnar vélsleðaferð norður í Eyvindarfjörð til að athuga með 3 rollur sem Gulli hafði rekist á nokkrum dögum áður, en þegar við komum fundust engar rollur, bara endalaust af tófuförum, þannig þetta var ekki ferð til fjár, en annars mjög skemmtileg 7 sleðar - 14 manns :) rollurnar fundust svo daginn eftir í Drangavík... en það er gott að þið hafið það gott, langaði bara að smá að kvitta fyrir mig :) bið að heilsa kveðja Rósa

Anonymous said...

Gleðilega páskarest kæru vinir. Það er farið að vora héðan úr Hafnarfirði. Lindfríður eldist á morgun þannig að það er nóg að gera.

Anonymous said...

Sæll frændi.
Mikið hlýtur þetta að vera þægilegt að vera í svona góðu veðri og fara á veiðar í góðaveðrinu. Hér er alltaf sama tíðafarið ekkert nema kuldi og leiðindi. Mér datt í hug hvort ekki væri hægt að hvabba pínulítið á þér vegna þess að þú ert svona fjarri, konan er stöðugt á útkíki eftir mokkabollum í safnið hjá sér, eitthvað sem væri merkt Nýja Sjálandi, hún á ekkert þaðan.
Annars er svo sem allt gott að frétta héðan, maður er alltaf í þessu sama að smíða eitthvað sem er rifið í spað daginn eftir.
Ég vona að þið hafið það gott í fríinu.
Skilaðu heilsun í bæinn

Kveðja Jonni & Co.