Saturday, March 1, 2008

Komin suðurum

Sæl öll.
Þá erum við kominn suðurum.
Við lögðum af stað í kl. Hálf sjö á fimmtudaginn og vorum komin til london kl. Tólf á hádegi. Við skruppum aðeins og fengum okkur að borða stutt frá Heathrow flugvelli og teygðum úr okkur. Tékkuðum okkur inn í flug og vorum komin í loftið kl. Tíu um kvöldið flugum síðan austur yfir Belgíu, Holland, Þýskaland, Pólland, Hvíta-Rússland, Úkraínu, Turkmenistan, Iran, Afganistan, Pakistan, Indland, Malasíu og lentum í Singapore tólf tímum seinna, stoppuðum þar í einn og hálfan tíma. Þaðan var flogið niður Indónesíu og Ástralíu og lentum við svo loks í Chrischurch á Nýja Sjálandi níu tímum síðar. Þaðan er svo tveggja tíma keyrsla til Kaikoura. Þangað vorum við komin kl. þrjú aðfaranótt Laugardags, Íslenskum tíma. Maður nær nú aldrei að sofa neitt af viti í þessum löngu flugferðum, þannig að það var farinn af okkur mesti glamúrinn þegar hér var komið sögu. Ég þoldi þetta betur þegar ég var yngri. Samúel er í fínu formi hérna, búinn að vera í lauginni með frændum sínum og frænkum í allan dag
En þá að veðurfréttum.
Það var blautt á þegar við komum í gær en í dag er 30° hiti og sól, en það er allt í lagi þar sem ég er íslendingur og þeir þola svo vel hita.
Látum fljótlega heyra í okkur aftur.
Biggi, Trish og Samuel

6 comments:

Anonymous said...

hæhæ
gaman að heyra frá ykkur. Og gott að heyra að ferðalagið gekk vel:) Maður verður fastagestur hér á blogginu ykkar næstu mánuði;) Hér er í Grundarfirði er enn snjór, og hefur snjóað meira síðan þið fóruð, en samt flott veður, sól og snjór;) Einar þakkar kærlega fyrir sólgleraugun, og sagði að hann ætlaði alltaf að vera með þau nema þegar hann sefur;)
Bið að heilsa á Nýja sjáland.
kveðja Bryndís og co

Anonymous said...

hæhæ
jæja það er nú gott að allt gekk vel og þið eruð komin á áfangastað.
Væri alveg til í að vera í 30 stiga hita en ekki í -4 stigum og snjókomu eins og veðrið hér í Grundó er núna;)
Hafið það gott...
kv. Hafrún og co

Anonymous said...

Hæhæ
Gott að það gekk alla vel í ferðini hjá ykkur.
Rokkvi hefur það fínt hjá okkur virðist alveg vera sáttur ..er í þessum orðum í heimsókn hjá Söru og Rakel .hafið það sem allra best.

kv .Unnur Pálína

Unknown said...

Hæ, gott að allt gekk vel :) Hér er nú ekki eins heitt og hjá ykkur:) .... Biggi strákarnir sakna þín geggt og biðja að heilsa....


Kveðja allir á Kvíabryggju :)

Anonymous said...

Kær kveðja frá Blíðfinni og fjölsk. Hættum við að fara í kyrrðina vestur þar sem að bóndinn var hálfneyddur að syngja með kórnum. Grimmur kórstjóri. Það eru þó enn nokkrar helgar eftir svo ekki örvænta við nýtum okkur heimboðið. Njótið þess að vera í hitanum.

Kv. Blíðfinnur og fjölsk.

Anonymous said...

Hæ hæ! Jæja gott að ferðalagið gekk vel :) Hefði verið meira en til að fara með ykkur aftur í sól og sumar, En kem bara næst ;) Bið bara kærlega að heilsa öllum, Kær kveðja frá Klakanum Gugga...