Monday, March 3, 2008

Nú nú

Nú nú.
Við erum að jafna okkur á þessum margumtalaða jet lag.
Það tekur nú venjulega lengri tíma að venja sig á að keyra vinstra megin á veginum, en það kemur allt er ég nú hálfvegis að vona.
Fórum í snöggan veiðitúr í morgun. Fengum eina villigeit, sáum tvö villisvín, en þau voru svo lítil að við nenntum ekki að eyða á þau skotum, verða komin í fína stærð eftir eitt til tvö ár. Ég var eins og poki fullur af skít á brekkuna, enda ekki hreift mig í allan vetur. Ekki það að veiðifélagarnir hafi verið neitt sprækari. Þeir kenndu sígarettunum um, allir verða að hafa einhverja afsökun. Gaman er að þvælast um fjöllin hérna, mér er skemmt. Í dag fórum við á stað sem ég hef ekki komið á í 22. ár þá var vegurinn þarna upp nýlegur, núna er hann varla fær fjórhjóli vegna allskyns grænmetis og trjágróðurs. Maður er allur rispaður vegna greina og köngla sem hanga út yfir veginn, en þannig eru nú flestir smalavegir hér, maður fer þá ekki á bíl sem manni þykir vænt um lakkið á. Við Samúel erum að spá í að kíkja aftur þarna upp á föstudaginn.
Vona að veturinn sé ekki alltof harður þarna hinumegin.
Biðjum að helsa öllum
Ps. er ekki búinn að ákveða hvaða stuttbuxum ég verð í á morgun.

9 comments:

Anonymous said...

hæhæ!
Veðrið hér í Grundarfirði er hreint út sagt ömurlegt núna, það er slydda og rok, og snjórin farin að bráðna, svo það verður allt á floti í dag. Ég væri alveg til í að vera hjá ykkur hinu megin á hnettinum núna í sólinni;)
Bjarni kom svo í gær vestur á bílnum ykkar, báðir óskaddaðir:)
bið að heilsa
kveðja úr Grundó
Bryndís

Anonymous said...

frábært að geta fylgst með ykkur þarna úti og gaman að sjá að þið hafið það gott þarna.. við vissum að þu yrðir ekki lengi að koma þér í veiðina hehe.. biðjum að heylsa þér.. bryggjan

Anonymous said...

Sæl verið þið öll þarna suðurfrá. Verst með stuttbuxurnar þínar. Við hér getum hins vegar valið um hvort við séum í stígvélum eða stígvélum. Já blessaðar skeppnurnar þá mega þær fara að vara sig úr því þið feðgar eruð komnir í heimsókn. Passaðu þig bara að hrasa ekki á þessu brölti þinu það er nóg að til sé eitt "Helga-marða-gil". Bið að heilsa. Kv. Blíðfinnur

Anonymous said...

Sæl öllsömul.Jæja það er gott að það er búið að láta hvína aðeins í fjöllunum.Ég var að koma í land í dag með fullan dallin, allar stíur fullar og öll kör.Segðu mér, var harðfiskurinn orðin ætur áður þið fóruð til útlanda kv Sævar og co

Biggi & Trish said...

Jamm, harðfiskurinn er inná snjósleðanum.

Anonymous said...

jáhá það er gott að þið hafið nóg að snúast í, ykkur leiðist þá ekki á meðan;)
Grundarfjörður er bókstaflega að drukkna í krapi og slabbi. En það fer að snjóa aftur á morgun svo það er vissulega tilbreyting í veðri hjá okkur. Ekkert gaman að hafa bara alltaf sól og blíðu;)
gangi þér vel með stuttbuxnavalið á morgun...
kv. Hafrún

Anonymous said...

Halló
já þetta með stuttbuxurnar............ þá átti ég svolítið erfitt með að ákveða hvort ég ætti að fara í klofstígvél eða fara og ná í kafarabúninginn þin í skúrinn því það var frekar blautt hér í grundó

Anonymous said...

komdu sæll og blessaður það er best að gefa smá skýrslu. Ég er enn í landi því þegar við ætluðum á sjó eftir að það hafði verið skipt um túrbínu og skolvatnskælir og við ætluðum á sjó á miðnætti 13.mars var bakkað frá bryggjunni í róleg heitunum í norðan golu svo átti að taka áfram og hefja stím á fiskimið en þá hélt hann bara áfram að bakka og stemdi á hafnargarðinn innfrá og virtist ekkert vera hægt að gera svo gírnum var slegið út en þá fór vélin á yfirsnúning og drap á sér! þar sem það var norðan átt og klukkan 1 að nóttu voru ekki margir á ferli og það var stutt uppí fjöru og norðan átt. Jón Bjarni var skipstjóri og spurði mig hvern hann ætti heldst að hringja í, ég sagði hringdu í kidda hann verður fljótastur, ég var rétt búin að græja kaðal ásamt Einari þegar Kiddi var kominn á sirka 5 mínútum á sómanum sínum en þá vorum við strandaðir í fjörunni fyrir neðan óla lalla, en hann náði að draga okkur frá landi og út að stóru bryggju. Og er vélin í eitthverju skralli og er ekki vitað hvað biluninn er alvarleg. Núnú eins og maðurinn sagði svo við skelltum okkur á sjó í gær á Sif-inni ég, Vignir, Einar skipsfélagi minn og Jón Bjarni og náðum við 3 sporðurum hér úti í firðinum, Línubyssan er alveg frábær eftir að við Vignir gerðum góðan skutul í hann, svo það feilar ekki skot. Svo fórum við Ella í útsýnisferð á sleða uppá nesið þegar í land var komið.En í dag fengum við liðsauka af sunnan þá Ragga og Eyþór,og svo ég Vignir og Einar og var aflinn eftir daginn 5 selir, og 2 sporðarar, og eru afurðirnar af þeim strax lagðar af stað til Reykjarvíkur á markað með Ragga og hinum mikla veiðimanni Eyþóri.
Nóg í bili
Kær kveðja: Sævar, Ella og Sólveig

Anonymous said...

Afsakið!
Við vorum einum fleiri, því ekki má gleyma honum Sólberg hinum mikla ára!
kveðja Sævar,Ella og Sólveig