Friday, March 28, 2008
Villisvín
Fred og Samúel að skoða göltinn
Það var rétt farið að birta. Við Sammi stóðum fyrir utan heimkeyrsluna og biðum eftir Fred, sem ætlaði sækja okkur klukkan sjö. Ferðinni var heitið upp með á sem heitir Kowhai og er hér í nágreninu. Fred hafði séð ummerki eftir villisvín þar nokkrum dögum áður og taldi að þar væru nokkur svín merkt okkur. Með í för var hundurinn Jarred og tveir vinir hans, en þeir eru allir þjálfaðir í að finna villisvín Við fórum árfarveginn á bílnum eins langt og við komumst. Síðan löbbuðum við tvo til þrjá kílómetra upp með ánni sem hlykkjaðist niður nokkuð breiðan farveg. Við þurftum nú samt að vaða hana nokkrum sinnum þar sem hún rennur alveg með klettum annað veifið. Við klöngruðumst upp úr ánni til hægri upp fjallsöxl. það var talsvert bratt og þykkur trjágróður gerði ferðina upp erfiða. Við fórum fljótlega að sjá ummerki eftir svín, skít og brautir í gegnum skógin. Þegar við vorum komnir í á að giska 300 metra hæð vöru hundarnir farnir að sniffa, hlaupa fram og til baka upp og niður hlíðina í gegnum skóginn sem var heldur farin að vera gisna eftir því sem ofar dró. Við biðum átekta í nokkrar mínútur. Skyndilega fóru hundarnir að gjamma inn í dalverpi sem var á vinstri hönd á leiðinni upp. Það var alveg öruggt að þeir voru komnir með viðskiptavin og voru að láta vita. Síðan þögnuðu þeir aftur, og í því sáum við svart villisvín smella sér í gegnum lítið rjóður rétt fyrir neðan okkur og hundarnir einsog andskotinn á eftir. Við létum okkur vaða á eftir þessari hersingu og komum fljótlega að þar sem svínið stóð með gjammandi hund á hvora hlið og var sennilega að hugsa hvað vær best að gera í stöðunni. vel miðað skot á milli augnanna batt snöggan endi á hugsanir þessa svíns sem var sjötíu kílóa göltur. hann hefði átt að hugsa minna en hlaupa meira. Ég brá þegar leatherman hnífnum og sagaði úr honum neðri kjálkann sem hafði að geima sæmilegar vígtennur. Við skildum göltinn eftir enda er ekki gott kjöt af svona stórum göltum, hálfgert hrútabragð af þeim. Þetta er bara vargeyðing einsog minkaveiðar. Það var meira af svínum þarna á svæðinu en þau létu sig hverfa, við náðum þó einu litlu til viðbótar.
Við fórum niður á öðrum stað þar var skógurinn miklu þykkari og við þurftum að skríða þar sem mest var af vafningsjurtum og öðru álíka.
Mér varð hugsað til þess þegar afi vildi brenna skóginn í Hafnardal til þess að sjá rjúpurnar betur. Hér er bannað að kveikja elda þessa dagana vegna þurrka og er allur gróður eldfimur, þannig að hann hefði séð sér leik á borði að grisja aðeins.
Ég læt hér fylgja myndir úr ferðinni til gamans.
Biðjum kærlega að heilsa öllum.
ps. Sævar, er Raggi að hugsa um tvo riffla, 30.cal. og 222. cal.? hvað mega þeir kosta? og mega þeir vera lee enfield 303. british einsog þinn?
láttu mig vita.
Samúel Sigri hrósandi með villigölt og Lee Enfield riffilinn
Horft niður Kowhai ánna
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Sammi hlýtur að vera í essinu sína þarna;)
Annars er bara allt gott héðan, það er alveg ofboðslega kalt hér á fróni núna 2 stiga frost og snjór..brrrr.
ég og börnin erum svo að spá í að kíkja suður næstu helgi, og erum að spá í að nýta okkur pajorinn þinn, svo Bjarni þurfi ekki að koma vestur og fara með okkue suður og skila okkur svo heim líka áður en hann fer að vinna. Svo okkur datt í hug að ég fari bara á pajornum suður;) vona að það sé í lagi;)p.s bensínlíterin er komin yfir 150 kr hér:/ hvað er hann þarna úti?
en bið að heilsa
kv. bryndís
Notadu bara bilinn eins og thig listir
Bensinliterinn er 90. kr herna.
kv Biggi
Þetta hlýtur að vera paradís veiðimansins :-)ekkert smá gaman að fá að fylgjast með ykkur
Með kveðju
Pétur Freyr Ragnarsson
Hæ hæ. Rosa flottar myndir af ykkur á veiðum, Þetta er algjört ævintyri fyrir Samma. En hvernig væri nú að skella nokkrum myndum af heimilisfólkinu inn, Langar svo að sjá myndir úr Kaikoura og af fólkinu hennar Trish, Svona til að rifja upp góðar minningar þegar ég fór með ykkur fyrir fjórum árum :)
Annars er allt gott héðan, meira segja bara vor í lofti í dag, Vú Hú:)
Kveðja úr Hafnó Gugga..
sæll vertu!
Raggi er að spegulera í 2 byssum sem mega báðar vera 303 , mega kosta 15.000 - 20.000 hvor. Ég hef verið að barsla í bátnum fékk á hann haffæri í dag fór að ransaka olíuna í vélarrúminu og fann að það er komið gat neðan á pönnuna þar sem lensislangann lá við hana, og það hefur tærst á milli, Gunni Jó ætlar að reyna að hjálpa mér á morgun að steypa í það með eitthverju sérstöku kítti, því annars þarf ég að taka hann aftur upp og kallarnir eru allir að nota kerrurnar sínar og Stjáni Krani er á grásleppu fyrir norðann, svo ég ætla að reyna þetta og sjá hvað setur.Það er ekki orðið ljóst hvað verður gert við vélina í Þorvarði.
þokkalega vænn göltur sem þið hafið sent yfir móðuna miklu.
bið að heilsa öllum
kveðja Sævar og co!
Hæhæ .það er aldeilis gaman hjá ykkur í suðrinu .hjá okkur er allt fínt að frétta komið þetta fína veður .Rokkvi biður að heilsa..kv.Unnur pálína
hæhæ
gaman að sja þessar myndir :)þetta hefur verið skemmtileg veiðiferð!
heyrðu ég er farað gera lokaverkefni í að laga gamlar myndir (krumpur, rifur, nefndu það) í photoshop, og á að koma með eina slíka að heiman, er einhver mynd heima sem ykkur langar að láta laga? ( fáið auðvitað gömlu tilbaka í heilulagi ;) )
Bið að heilsa öllum :) kv Sara!
fyndið að hlusta á Einar og Gumma að spjalla saman. Þeir voru áðan að ræða um hann Bigga frænda sinn. Og þeis sögðu " Biggi er lögga og kafarakarl. Hann kafar til þessa að veiða sverðfiska:) Og hann passar sig sko á hákörlunum":) Svona sjá þeir þig fyrir sér... að berjast við sverðfiska og hákarla.
Post a Comment