Friday, April 4, 2008

Mannfræðirannsóknir


Mike, Hann hefur ekkert breyst, tengdó og systir hennar Shona.


Samúel og hluti af krakka slegtinu
 

Pete í vinnunni.


Íslendingar og Nýsjálendingar eru í mörgu ólíkar þjóðir.
Fólk hér er t.d ekki haldið þeirri neyslugleði sem við erum sérfræðingar í, og er ekki að stressa sig yfir því að vera ekki á flottum jeppa, eða ganga í merkjavöru. Og þar sem að neyslan er ekki eins mikil, þá vinnur fólk ekki eins mikið. Og það er þar sem að bregður útaf, fólki bara líður betur og er ekki eins stressað.
Það er mjög stutt í húmorinn hjá fólki hér, sem er frekar kaldhæðinn og oft á kostnað þess sem talar.
Það er einn eiginleiki sem margir íslendingar gætu lært af fólki hér, það er kurteisi við náungan. Fólk er mjög afslappað og þægilegt í samskiptum, og er ekki að spara brosið.
Þessi einkenni á þjóðinni mæta manni strax á flugvellinum í vegabréfskoðun.
Menn hér sem kunna ekki kurteisi, eru ýmist stimplaðir idjótar ellegar klára-idjótar.
þetta kemur mér alltaf jafn þægilega á óvart þegar ég kem hér í heimsókn.
En þá að tengdamömmu.
Hún er sjötíu og átta ára, ól upp ellefu börn, er umkringd barnabörnum sem hún sækir í skólann og passar, stoppar aldrei allan daginn, eldar stórsteikur (sem er fínt), hugsar aldrei um sjálfan sig, en hefur alltaf áhyggjur af öðrum, einsog hinum og þessum eldri borgurum sem eru orðnir svo gamlir greyin, en eru samt yngri en hún . Hún vinnur tvo til þrjá daga í viku í sjálfboðaliðavinnu fyrir sveitarfélagið. Ég held að hún hafi gleymt að eldast.

Guðbjörg þú varst að rukka mig um myndir af fólki, hér eru myndir af fólki sem þú þekkir.
Reyni að ná fleiri myndum af heimilisfólki, sem þú getur skoðað þegar við komum heim
 

Sævar, ég er búinn að tala við kallana. Þeir eru tilbúnir að sjá um flutning á þessum byssum fyrir Ragga, ég þarf bara að skoða og sjá hvort að þeir eiga eitthvað af viti. Ég geri það studdu áður en við komum heim.
Við höfum það öll gott
Biðjum kærlega að heilsa öllum

4 comments:

Anonymous said...

Sæl þið þarna suðurfrá. Þetta er ekki slæm lýsing á fólki og það er rétt við mættum læra margt af þeim í umgengni við aðra og fl. Kv.Blíðfinnur og fjölsk.

Anonymous said...

Hæhæ
Núna er sól og blíða hérna í Grundarfirði:) Getum samt lítið gert því Gummi Gísli liggur í flensu:(
annar hver maður í Grundó með flensu þessa dagana...
Já það væri ekki verra ef Íslendingar tækju upp brot af þessum lífsreglum:)
Gummi vill segja þér að hann á nýja byssu og það heyrist alveg eins hljóð í henni og þinni alvöru byssu:) og Emilía vill segja Trish að hún á lítinn ljósálf og hún er búin að senda henni bréf í póstinum:)
hlökkum til að sjá ykkur öll...
kv. Hafrún og co

Anonymous said...

Sæll og bless.Raggi er að hugsa um 3 kíkja ef þú finnur eitthvað sem vit er í annars nær það ekki lengra. Okkur Gunna Jó tókst að loka fyrir tæringar gatið á pönnunni í vélinni á bátnum. Og er ég að hugsa um að róa eitthvað í vikunni, og fiska fyrir Þórsnes. Og svo er baráttu tengdamóður minnar lokið. Við erum í Reykjarvík útaf því, síðan á Fimmtudag, en förum heim á morgunn.
Biðjum að heilsa öllum
Kveðja Sævar og co

Anonymous said...

Hæ hæ! :) Frábærar myndir takk fyrir það :) Hlakka til að sjá fleiri þegar þið komið heim.. Ég er alveg sammála þér, Tók svo vel eftir því þennan mánuð sem ég var á Nýja-sjálandi, Fólkið er alveg frábært, afslappað og skemmtilegt, allt annar lifstill en hér og mun heilbrigðari:) En bið að heilsa liðinu kveðja Gugga