Monday, April 14, 2008

42°suðlæg


Tvær vikur þangað til við komum heim. Ég ætla rétt að vona að veðrið verði orðið sæmilegt þegar þar að kemur, nenni ekki að verða kalt á eyrunum fyrr en næsta haust. Hér rigndi loksins á dögunum, aðallega á Norður eyju og er bændum þar létt, þar var allt að fara til fjandans í þurrkum.
Við Samúel fórum í fjögra daga veiðiferð með Fred kunningja mínum og guttanum hans upp í hálendið hérna á jörð sem heitir Clarence reserve og er hátt í þúsund ferkílómetrar, mest allt fjöll og firnindi, ár og dalir. Það er hægt að komast víða um jörðina á jeppa eða mótorhjóli eftir smalavegum. Var frábær ferð. Fengum nokkur villisvín, nokkrar geitur, nokkra héra, margar kanínur, hælsæri, rispur og skrámur eftir þyrni og rósarunna. Samúel er þessa stundina út í garði að grafa holu sem hann ætlar að nota sem gildru fyrir broddgelti, sem fara á stjá á nóttinni. Verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Ég vona að afmælisveislan hafi heppnast vel hjá þér Bryndís. Var fjölmennt? Þú verður að standa við þetta með brauðtertuna og kavíarinn.
En þá að hákarlinum
Er búið að taka hann niður? Er hann réttur? Þegar ég kem heim ætla ég að skera mér tommu þykkt stykki, setjast út undir vegg og borða hvern bitann á fætur öðrum og sjá svo til hvort ég fæ mér meira.
Við förum núna á Fimmtudaginn til Christchurch í heimsókn til systir hennar Trish og verðum þar yfir helgina, verður gaman að vita hvort það er öðruvísi að liggja í leti þar en hér.
Ferðamönnum er farið að fækka hérna, enda komið haust. Það fer alveg gífurlegt magn af ferðamönnum hér í gegn á ári, hátt í milljón held ég. Það eru gerðir út margir hvala og höfrungaskoðunarbátar og hin og þessi tildragelsi til þess að fullnægja ævintýraþrá fólks frá iðnaðarborgunum í Bretlandi og annarsstaðar úr heiminum.
Í Kaikoura eru íbúar bara 5000 þúsund, þannig að það er nóg að gera hér á sumrin.
Það held ég nú.
Biðjum að heilsa öllum, en þó sérstaklega Bryndísi.
Og Helga sem átti afmæli um daginn.
Og Emilía og Gummi takk fyrir bréfið og myndina

5 comments:

Anonymous said...

Sæll
ég er að fara á fristitogara á eftir í eitthvern tíma veit ekki hvað lengi svo þið verðið áreiðanlega kominn heim þegar ég kem í land. Hákarlinn verður tekinn niður þegar þú kemur heima því þá eru komnir 5 mánuðir frá því hann var hengdur upp, bið að heilsa öllum kveðja sævar

Anonymous said...

Veislan heppnaðist mjög vel:) og takk fyrir mig. Nú getur maður loksins hlustað almennilega á tónlist aftur í Tivoli græjunum:) Það var mættu flestir í fjölskyldunni okkar og fjölskyldu Bjarna. Svo komu tvær vinkonur mínar:) Svona um 25 manns í allt.
Já ég skal sko standa við kavíarin og brauðtertuna þegar þið komið heim, og jafn vel að ég baki eitthvað fleira fyrir ykkur:)
Einar vill þakka þér fyrir kortið. Þeir bræður er voða ánæðgðir með það:)
hlökkum til að hitta ykkur eftir rúmar 2 vikur:)
með kveðju Bryndís og co

Anonymous said...

Ég þakka fyrir kveðjuna kæri vinur. Við höfum ekkert farið vestur eins verið var að spekúlera. Ætli við látum það ekki bíða þar til þið komið heim. Ég get þá sent niður í námunda við þig og beðið eftir hvort að þú hendir í mig hákarlsleyfunum sem þú ætlar að gúffa í þig. Þá verður líka kominn tími til að fara á svartfugl. Grillaði sel og "stóran sporð" í gær og fyrradag. Þetta var frábært og örugglega ekki verra en einhver sæeyru þarna suðurfrá. Bið að heilsa Trish og Samúel.

Anonymous said...

Þar sem tengiliðurinn okkar hann Sævar er úti á sjó þá vorum við landkrabbarnir að spuglera hvernig rifla málið stæði varstu búin að finna eitthvað fyrir okkur :-)
Kveðja
Raggi og Pétur

Anonymous said...

hææj
pabbi var að spá í hvort að þú hefðir fundið stikki í makasínið á byssuna hans
kveðja Sólveig