Wednesday, April 23, 2008
Styttist í heimferð
Hér eru haustlitirnir komnir á trjágróðurinn og sjórinn orðin úfinn enda veturinn í aðsigi, sem er svosem engin helvítis vetur einsog við þekkjum. Annars erum við búin að vera mjög heppin með veður. Kunnugir segja að þetta sé búið að vera besta sumar hér í langan tíma.
Ég er orðin sæmilegur í að keyra vinstramegin á veginum og keyra réttsælis í gegnum hringtorg, frekar skrýtið en venst.
Við förum nú bráðlega að fikra okkur í norður. Við leggjum af stað á þriðjudaginn kemur og verðum kominn heim á fimmtudaginn ef allt gengur vel. þetta er tuttuguþúsund kílómetra ferðalag. Við gistum eina nótt í London.
þetta er nú búið að vera prýðilegt frí. Verst að maður skuli ekki geta lagt þetta fyrir sig, sem sérgrein.
Er einhver búinn að fara norður að athuga hvernig húsin koma undan vetri og ganga rekan?
Raggi og Pétur. Ég er búinn að kaupa tvo riffla fyrir ykkur. Báðir 303 British, Lee Enfield. Við græjum innflutningsleyfi þegar ég kem heim og svo föxum við þau á kallana. Rifflarnir ættu að vera komnir heim í júní. Þá fer nú að hvína í fjöllunum fyrir norðan trúi ég.
Sólveig, segðu pabba þínum að það sé ekki hægt að finna varahlut í riffilinn hans hér, en ég ætla að reyna að finna gorm og svo smíðum við restina.
Biðjum kærlega að heilsa öllum.
Ps. Lambakjötið er jafn gott hér og heima.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Já það styttist í að þið komið og öllum farið að hlakka til að sjá ykkur:)
Það hefur enginn farið heim ennþá, spurning hver verður fyrstur;)
Það er búið að vera blíða hér í Grundarfirði í fleiri, fleiri daga og vonandi heldur það bara áfram svo sjokkið verði ekki of mikið fyrir ykkur þegar þið komið heim;)
kv. Hafrún og co
Það verður gaman að fá ykkur heim:) Indi er farin að biðja um að fara að heimsækja "Tiss"(Trish) :) Alltaf þegar við förum út að labba núna, þá vill hann fara í heimsókn til ykkar:) Eins og Hafrún segir þá er veðrið búið að vera æðinslegt síðustu daga. Löbbuðum framhjá húisnu ykkar um daginn og vildu strákarnir bara fara inní garðin ykkar að leika:)
Það verður vonandi farið að byggja hjá okkur um mánaðarmót, en það er verið að klára að smíða gluggana og þegar það er búið þá verður byrjað:)
En bið að heilsa ykkur
Bjarni og börn biðja að heilsa
kveðja Bryndís
j´það verður gott að fá ykkur heim það er einn sem verður ánægðri en aðrir ég held að hann rökvi sé orðin þreitur á heraganum hjá mér og komast heim ,annars er hann orðin ansi loðin þarf að komast í klippingu en þar sem trish er svo laginn við það ,þá bíður það eftir henni .annars hafa það allir fínnt hér,komin þessi fíni skjólveggur fyrir framan húsið hjá okkur ,þeir gátu þetta feðgarnir Fannar og Eyþór .það verður gaman að fá ykkur heim og sjá l+íf á móti..
kv.Unnur Pálína
Þakka þér kærlega fyrir.
Ég sé að ég hefði betur lesið yfir hjá mér þetta er eiginlega solítið mikið af villum .en svona er fljótfærnin í manni mikil(ALTAF AÐ FLÍTA SÉ.)Kveðja Unnur Pálína
Kæru vinir
Já það styttist í heimferð. Tíminn er sko fljótur að líða, njótið vel þess sem eftir er af fríinu. Við náðum aldrei að fara vestur í "langt" frí svo sennilega förum við bara vestur eftir að þið komið heim en svona er þetta bara og eins og ég sagði....tíminn líður svo fljótt. Helgi og Gunnar verða í London rétt á eftir ykkur svo ekki hittist þið þar í borg. Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með ykkur á blogginu og gaman að skoða myndirnar sem þú hefur verið að setja inn á síðuna.
Kveðja og knús til ykkar allra, Linda........já og Blíðfinnur biður örugglega að heilsa ef ég þekki hann rétt en hann er komin upp í rúm að lesa......eða þannig :)
Post a Comment