Hér eru haustlitirnir komnir á trjágróðurinn og sjórinn orðin úfinn enda veturinn í aðsigi, sem er svosem engin helvítis vetur einsog við þekkjum. Annars erum við búin að vera mjög heppin með veður. Kunnugir segja að þetta sé búið að vera besta sumar hér í langan tíma.
Ég er orðin sæmilegur í að keyra vinstramegin á veginum og keyra réttsælis í gegnum hringtorg, frekar skrýtið en venst.
Við förum nú bráðlega að fikra okkur í norður. Við leggjum af stað á þriðjudaginn kemur og verðum kominn heim á fimmtudaginn ef allt gengur vel. þetta er tuttuguþúsund kílómetra ferðalag. Við gistum eina nótt í London.
þetta er nú búið að vera prýðilegt frí. Verst að maður skuli ekki geta lagt þetta fyrir sig, sem sérgrein.
Er einhver búinn að fara norður að athuga hvernig húsin koma undan vetri og ganga rekan?
Raggi og Pétur. Ég er búinn að kaupa tvo riffla fyrir ykkur. Báðir 303 British, Lee Enfield. Við græjum innflutningsleyfi þegar ég kem heim og svo föxum við þau á kallana. Rifflarnir ættu að vera komnir heim í júní. Þá fer nú að hvína í fjöllunum fyrir norðan trúi ég.
Sólveig, segðu pabba þínum að það sé ekki hægt að finna varahlut í riffilinn hans hér, en ég ætla að reyna að finna gorm og svo smíðum við restina.
Biðjum kærlega að heilsa öllum.
Ps. Lambakjötið er jafn gott hér og heima.