Jæja, þá erum við að verða hálfnuð með veru okkar hér á suður hveli að þessu sinni. Var að virða fyrir mér stjörnuhimininn í gærkvöldi, hann er auðvitað talsvert frábrugðinn norðurhimninum. Maður sér þó samt nokkrar kunnuglegar stjörnur hér eins og t.d. Orion stjörnumerkið, hann er reyndar á hvolfi kall greyið. Magellan skýin voru skær og suðurkrossinn á sínum stað. Merkilegt hvað það er alltaf gaman að skoða stjörnurnar.
Það er ennþá hlýtt í veðri þó að það sé snemma hausts. Mjög þægilegur hiti, tuttugu-þrjátíu stig sem er alveg mátulegt fyrir sandala og ermalausan bol.
Sævar, ég get athugað með byssu fyrir Ragga. Það er búð hér sem sendir byssur úr landi, ég spyr þá hvort þetta sé mikið mál. Láttu mig vita hvað hann er að hugsa
Bara stutt að þessu sinni, rétt til þess að skila heilsunni í bæinn.
Biðjum að heilsa öllum, sérstaklega Sólberg og Sólveigu Ástu, en þau eiga bæði afmæli, til hamingju með afmælið
Thursday, March 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Sæll vertu.Raggi er að spá í bæði 306 eða 308 og 222 eða 22-250.Ég er búinn að setja á flot og ætlaði að ná mér í nokkra sporðara en öll skotinn voru orðin ónýt,en ég er að spá í hvort ekki sé hægt að nota skot úr Svölu Sjönu því paturúnan passar inní paturúnurnar sem við vorum búnir að nota,átt. þú ekki paturúnur heima hjá þér sem ég get hlaðið í púðrskot.Ég er búinn að ná 7 kvikindum en skotin eru búinn því mörg klikkuðu enda orðin gömul. Gúmmíbáturinn var dæmdur ónýtur svo ég leigði annan.Jæja nóg í bili kv Sævar og co
það sjálfsagt hægt að nota skotinn úr henni, en það verður að vera annað púður sem brennur miklu hægar. maður verður að prófa sig áfram með það.
sæl veriði
takk fyrir kveðjurnar
umsjónamaður fasteigna hefur ekkert prílað upp á þak, því undanfarna daga hefur verið rjómablíða, alls ekki ósvipað og hjá ykkur.
kveðja til allra
sólberg, hafrún og co
Elsku vinir
Takk fyrir kveðjuna og hafið að super trúper gott :)
kveðja og knús
Linda Ósk
sæll biggi minn. danni herna meginn. altaf gaman að sja hvað þið hafið það gott þarna hinumeginn.. hehe. ég er orðinn stoltur letherman eigandi nuna. hef lagt gerberinn á hilluna. hann er fínn í hallærið.. allt gott að frétta af okkur og veðrið er alltaf það sama. leiðindar kuldi . en samt fallegt veður nuna undanfarið.. jæja nó í bili.. heyrumst kappi
hææj =D
takk fyrir afmæliskveðjuna
sjáumst bara þegar þið komið heim
kveðja
Sólveig Ásta =D
Post a Comment