Thursday, March 6, 2008
Á fjöllum
Hér er enginn norðan garður
Við Samúel vöknuðum snemma í morgun , kl. Hálf sex. Og fórum á veiðar.
Við fórum á hjóli með tveimur bræðrum hennar Trish. Það var enn rökkur þegar við héldum upp frá aðalveginum. Við stoppuðum reglulega og skoðuðum nágrenið með kíkjum en sáum ekkert lengi vel. Eftir um klukkutíma stoppuðum við á fjallsöxl og skoðuðum nágrenið. Það var orðið albjart og sólin var farin að verma umhverfið. Þá heyrðum við og fundum lykt af geitum, en það er mjög sterk lykt af geithöfrum. Við gengum niður gamlan slóða í áttina þangað sem við höfðum heyrt í þeim og komum fljótlega auga á stóran geithafur sem stóð á milli trjáa í ágætis færi. Við spurðum Samúel hvort hann langaði að leyfa honum að heyra smell, hann tók allvel í það og fékk þegar 270 cal riffil í hendurnar. Skömmu síðar lá hafurinn dauður fyrir framan okkur.
Við héldum áfram sáum nokkur villisvín og drápum eitt.
Ég náði líka einni Gemsu í fyrradag. Það er merkilegt kvikindi og frekar erfitt að nálgast þær, en allavega náði ég að læðast að þessari. Það er ótrúlegt að sjá þær í klettum. Þær gætu hlaupið upp og niður Urðarklettana heima hvar sem væri í nokkrum stökkum.
Hér er verið að undirbúa fimmtugsafmæli, Mike bróðir hennar Trish er fimmtugur um þessar mundir. Það er búið að vera nóg að gera hjá Trish að heilsa öllum og fá fréttir, enda er hún eins og blóm í eggi hérna hjá mömmu sinni.
Biðjum öll kærlega að heilsa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
frábært að heyra hvað er gaman hjá ykkur, og gaman að sjá myndir;)
Hér í Grundarfirði er farið að snjó aftur og er búið að snjóa samfellt í sólarhring. Svo veturinn er sko ekki búin hér á fróni.
bið að heilsa Trish og Samma
kv. Bryndís
Það er ekki slegið slöku við.Frábært.Ég kom í land í nótt það hrundi túrbínan,helvítis drasl.Harðfiskurinn er barinn og komin í kisturnar.kær kveðja Sævar og co
Hæ bara að kvitta fyrir mig, gaman að fylgjast með ykkur :) Flottar myndir.
Kveðja úr slabbi og snjó Gugga
hæjjj!! geggjað gaman að lesa bloggin þín pabbi :D hehe alltaf gaman að fá fréttir af ykkur!! hehehe hljómar allt geðveikt vel :D
flott veiðiferð hehe;)
vildi ótrúlega mikið að ég væri með ykkur þarna hehe en kannski næst :D
Allt gott að frétta af okkur Söru líka:) bara vinna og skóli hehe þetta venjulega :)
Allaveganna haldið áfram að hafa svona gaman og hlakka til næstu færslu :) og Bið að heilsa ÖLLUM :) heheh kossar og knús :)
kveðja Rakel :)
Kæru vinir
Ég sé að þið feðgar hafið það gott og skemmtið ykkur vel. Best af öllu finnst mér samt að heyra að hvað Trish hefur það gott, yndislegt og frábært fyrir hana að eiga góða stundir með sínum nánustu. Tími sem kemur ekki aftur. kveðja og knús
Linda Ósk
Til hamingju feðgar. Blíðfinnur og sonur fóru einnig á veiðar með Sævari og Vigni. Eftir daginn lágu 20 skarfar og tveir xxxxxx. Blíða fram eftir degi en þá fór að kula. Gott að komast aftur út á sjó enda farinn að rykfalla hér fyrir sunnan. Ég held að synirnir séu ekki síðri en þeir gömlu og þá bæði á suður- og norðurhveli jarðar. Frétti að vinur minn ætti línubyssu. Það verður semsagt matarveisla hér fyir sunnan nú í vikunni og best að fara að kenna syninum að elda úr því hann kann orðið að skjóta. Bið kærlega að heilsa Trish og Samúel. Bestu kveðjur Blíðfinnur
hæhæ
allt fínt að frétta af úr Grundó .Mamma og Pabbi eru komin heim eftir vel heppnaða ferð sú besta hingað til segja þau.Rökkvi hefur það fínnt virðist vera alveg sáttur hjá okkur og Spori er ekkert að æsa sig yfir gjamminu í honum ..bið að heilsa ykkur öllum og hafið það fínnt.og farðu nú að koma með færslu..
kv .Unnur Pálína
Sæll frændi.
Mikið öfundar maður ykkur af góða veðrinu, hér eru alltaf sama liðinda tíðafarið. Mig langar að biðja þig að gera mér smá greiða fyrst þú ert staddur svona langt frá, konan er alltaf á útkíki eftir smá mokkabollum frá sem flestum stöðum. Væri voða gaman ef að þú rækist á einn slíkan að þú gætir kippt einum með þér, ég borga þér þegar að þú kemur.
Bið að heilsa hinum út fjöldkyldunni.
Kveðja Jonni & Co.
Post a Comment