Tuesday, March 11, 2008
Suður um höfin
Hjá okkur hérna fyrir sunnan er allt prýðilegt að frétta.
Við skruppum í dag til Blenheim sem er bær hér rétt fyrir norðan, einn og hálfur tími að keyra þangað. Ég náði að halda mér vinstra megin á veginum alla leiðina sem var talsverður léttir. Blenheim er í aðal vínræktarhéraðinu hér í landi og er vínviður bókstaflega um allt. Það er reyndar talsverð vínræktun hér í Kaikoura líka.
Hér er vín og bjór seldur í matvöruverslunum. Ég stikaði að gamni mínu vínrekkan í kjörbúðinni hérna og var hann sextán skref að lengd og tveggja metra hár. Bjórhillan er álíka löng. Samkvæmt íslensku kenningunni ætti annar hver maður sem kemur inní búð sem er með þvílíkt úrval af þessari háskalegu vöru að koma þaðan út kjafthýr með skorpulifur, rífandi kjaft.
En......eftir þó nokkrar mannfræðirannsóknir hér á svæðinu hef ég ekki séð vín á nokkrum manni nema á þeim stöðum þar sem hreinlega er ætlast til að menn braggði vín.. En nóg um það.
Ég fór og kafaði eftir nokkrum sæeyrum í matinn. Þau eru hökkuð og blandað saman við þau beikoni, lauk og fleira sem manni dettur í hug, alveg prýðilegur matur. Þá er nú risahumarinn ekki síðri, en hann er hér alveg upp í landsteinum. Bara erfiðara að ná honum en sæeyrunum. Sjórinn er búinn að vera skýdugur síðan við komum þannig að maður hefur ekki náð að kafa mikið eftir þessum stórfína mat.
Gaman að heyra að þið komust á sjó og náðuð skörfum í matinn, tala nú ekki um stóru sporðablakarana.
Ég læt hér fylgja mynd af náunga sem ég kynntist í gær og býr hér rétt hjá. Hann heitir Milo og er svín af kune kune kyni sem talið er að hafi komið hingað með Maoríum. Ef maður kallar nafnið hans sest hann á rassgatið og heimtar mat.
Biðjum kærlega að heilsa öllum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
19 comments:
hæhæ!
ég held að ég ætti erfitt með að keyra vinstra megin;) það yrði skrautleg sjón;)
Einar var að skoða myndirnar á blogginu þínu áður en hann fór í leikskólan í morgun, og hann skildi ekki ákverju ekki væri mynd af Trish. En hann fann skýringu á því....hún er örugglega bara að fela sig;) Honum fannst myndirnar af þér og Samma á veiðum rosa flottar.
En héðan úr Grundarfirði snjóar enn:/
bið að heilsa og hafðu það gott á afmælinu þínu á morgun;)
kv. Bryndís og fjölskylda
Hæhæ! Innilega til hamingju með afmælið, :) hafðu það nú gott í dag,
kveðja Gugga
til hamingju með daginn;)
kveðja Bryndís
Hæææ til hamingju með afmælið pabbi:) vonandi verður dagurinn skemmtilegur:) en ég efast það ekki hehe!! bið að heilsa kveðja rakel
Til hamingju með daginn og hafið það gott kv Sævar Ella dætur
innilega til hamingju með daginn pabbi :) vona að þú áttir góðan dag. gaman að sjá hvað þú ert duglegur að blogga, hápunktur dagsins míns hérna heima :P :)
bið að heilsa öllum :)
Kv Sara
Hæ brósi til hamingju með afmælið og hafðu það sem best þarna í suðrunu,þú er kanski búinn að kafa eftir Humar í afmælismatinn ,væri ekki slæmpt að vera hjá ykkur ,en það verður bara næst .Brynja bað mig skila kveðju til Samma frá bekknum þau sakna hans geðveik ,eins og hún sagði..Kv.
Unnur Pálína
hæhæ!
Innilega til hamingju með daginn í dag gamli minn;)
vona að þið hafið það sem allra best þarna hinum megin á hnettinum, efast ekki um það;)
hlökkum til að sjá ykkur eftir 1 og hálfan mánuð brún og sæt:)
kveðja Hafrún og fjölskylda
Elsku Biggi!
til hamingju með daginn, hafðu það gott í dag.
Við höfðum það rosalega gott á Kanarý, mjög gaman og gott veður. Erum búinn að taka þunna hákarlin niður, hann er góður, en hinn er ekki orðin nógu síginn.
kær kveðja
mamma oG pabbi
Hæhæ.. Til hamingju með daginn!:) gaman að fylgjast með blogginu þínu!
Kv. Ingibjörg og Runni
Elsku Biggi.
Innilega til haimngju með daginn og njóttu hans vel. Ég ætla að njóta þess næstu daga að vera aðeins yngri enn þú gamli hrútur :)
kveðja og knús
Linda sem enn er árinu yngri :)
ps.
Eitt knús til Trish frá mér.
Til hamingju með daginn og njóttu vel í sólinni. Þessi ferð vestur verður lengi í mynnum höfð á mínu heimili. Kv. Blíðfinnur
takk fyrir allar afmæliskveðjurnar.
skyrhákarlinn verður mátulega tilbúinn þegar við komum heim.
kær kveðja. Biggii, Trish & Samúel
Sæl öll þarna suðurfrá. Helgi lögga sagði mér frá þessari síðu og ég náttúrulega varð forvitinn. Þetta hlýtur að vera gaman. Hafið það gott í fríinu og vonandi setur þú inn myndir af ykkur. Tóta biður að heilsa ykkur.
Matti vinur Helga
komdu sæll og blessaður það er best að gefa smá skýrslu. Ég er enn í landi því þegar við ætluðum á sjó eftir að það hafði verið skipt um túrbínu og skolvatnskælir og við ætluðum á sjó á miðnætti 13.mars var bakkað frá bryggjunni í róleg heitunum í norðan golu svo átti að taka áfram og hefja stím á fiskimið en þá hélt hann bara áfram að bakka og stemdi á hafnargarðinn innfrá og virtist ekkert vera hægt að gera svo gírnum var slegið út en þá fór vélin á yfirsnúning og drap á sér! þar sem það var norðan átt og klukkan 1 að nóttu voru ekki margir á ferli og það var stutt uppí fjöru og norðan átt. Jón Bjarni var skipstjóri og spurði mig hvern hann ætti heldst að hringja í, ég sagði hringdu í kidda hann verður fljótastur, ég var rétt búin að græja kaðal ásamt Einari þegar Kiddi var kominn á sirka 5 mínútum á sómanum sínum en þá vorum við strandaðir í fjörunni fyrir neðan óla lalla, en hann náði að draga okkur frá landi og út að stóru bryggju. Og er vélin í eitthverju skralli og er ekki vitað hvað biluninn er alvarleg. Núnú eins og maðurinn sagði svo við skelltum okkur á sjó í gær á Sif-inni ég, Vignir, Einar skipsfélagi minn og Jón Bjarni og náðum við 3 sporðurum hér úti í firðinum, Línubyssan er alveg frábær eftir að við Vignir gerðum góðan skutul í hann, svo það feilar ekki skot. Svo fórum við Ella í útsýnisferð á sleða uppá nesið þegar í land var komið.En í dag fengum við liðsauka af sunnan þá Ragga og Eyþór,og svo ég, Vignir,Sólberg og Einar og var aflinn eftir daginn 5 selir, og 2 sproðarar, og eru afurðirnar af þeim strax lagðar af stað til Reykjarvíkur á markað með Ragga og hinum mikla veiðimanni Eyþóri.
Nóg í bili
Kær kveðja: Sævar, Ella og Sólveig
P.s. Ég reyndi í gær að koma þessu inná síðuna hjá þér það virðist ekki hafa tekist og reyni núna.
þetta fór óvart á gamla bloggið núnú svo ég setti þetta bara á nýjasta bloggið þitt!
hæhæ
ja það er nú líklega skrítið að þurfa að aka vinstramegin á götuni... hehe eg held að dráttarvelin yrði undarleg þar... flottar myndr hja ykkur...
og frábært þetta svín. en já ég má nú ekki gleima þvi að þú átti rafmæli um daginn og við óskum þer til lukku með það..
kv bryggjudrengirnir þínir..
Sælt veri fólkið. Þú verður nú að fara að blogga svo maður sjái hvað þú ert að brasa þarna úti. En ég var að setja inn myndir sem Helgi tók þegar við fórum á veiðar um daginn. Þú getur kíkt á bloggsíðuna mína, myndirnar eru undir myndasöfn. Er búinn að taka bátinn upp og þrífa hann og mála. Er að bíða eftir góðu veðri til að setja hann niður aftur. Ég fékk Stjána krana til að hífa hann upp á kerruna hans Kidda en það brotnaði eitt nafið svo við Runni smíðuðum nýtt í staðinn og settum það undir í dag, ég set hann niður sennilega á sunnudaginn, því að ég er að fara suður í fyrramállið, að heimsækja foreldra hennar Ellu. Mamma hennar er orðin mjög veik og virðist að hún eigi frekar stutt eftir, en maður veit aldrei. Jæja við biðjum annars að heilsa öllum.
Sævar og co.
Sæll frændi.
Mikið átt þú gott að geta verið í góðu veðri og farið á veiðar og notið tilverunnar. Hér er alltaf sama leiðinda tíðafarið, það er eins og það ætli ekki að veturinn ætli ekkert að enda. Mig langar svolítið að hvabba pínulítið á þér þar sem að þú ert svo langt í burtu og ert ekki þarna á hverjum degi. Konan er alltaf á útkíki eftir litlum mokkabollum í safnið hjá sér svo að mér datt í hug ef að þú mundir rekast enhver staðar á slíkan bolla að þú gætir tekið eins og eitt stk. með þér.
Svo bið ég bara að heilsa í bili og sé ykkur bara með vorinu þegar þið komið heim á klakan.
Kveðja Jonni & Co
Post a Comment